Það er ekkert lát á viðburðum í Skelinni – lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu á Hólmavík. Nú er Ingólfur V. Gíslason félagsfræðingur og dósent við Háskóla Íslands boðinn velkominn í Skelina. Hann flytur erindi um breytta stöðu feðra í Skelinni á fimmtudaginn kemur, þann 24. mars. Fyrirlesturinn verður haldinn í hádeginu, frá klukkan 12:00-13:00.
Erindi um breytta stöðu feðra í samfélaginu