22/12/2024

Erill á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík

Upplýsingamiðstöð ferðamála á Ströndum er starfrækt í húsnæði Galdrasafnsins á Hólmavík þetta sumarið, en Strandagaldur tók að sér rekstur hennar fyrir sveitarfélagið Strandabyggð. Miðstöðin er opin alla daga frá 9:00-18:00 og verður opin daglega fram til 15. september. Undanfarna daga hefur starfsfólk Strandagaldurs meðal annars unnið að endurgerð heimasíðu Upplýsingamiðstöðvarinnar sem er að finna á slóðinni www.holmavik.is/info.

Þar er að finna upplýsingar um ferðaþjónustu á Ströndum, vegalengdir og myndbönd frá Ströndum. Talsverðar gestakomur eru inn á Upplýsingamiðstöðina á hverjum degi og eykst með hverjum deginum. Ferðaþjónar á Vestfjörðum eru hvattir til að senda bæklinga og annað efni til að miðla á miðstöðinni.

580-upplo3 580-upplo2 580-upplo1

Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson