22/12/2024

Ennþá veruleg íbúafækkun

Samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands um íbúafjölda 1. desember 2005 er ennþá veruleg íbúafækkun á Ströndum á árinu 2005, einkum í norðurhluta sýslunnar. Langmest er fækkunin á árinu í Hólmavíkurhreppi eða um 15 íbúa. Í Árneshreppi fækkar um 7 og í Kaldrananeshreppi um 5. Í Bæjarhreppi fjölgar hins vegar um 2 á árinu. Alls gerir þetta fækkun um 25 Strandamenn á einu ári, en eins og menn kannski muna fækkaði þeim niður fyrir 800 á síðasta ári. Nú eru 767 íbúar eftir.

Breytingar á íbúafjölda milli ára:

Íbúafjöldi

1.des.05

1.des.04

Breyting

Árneshreppur

50

57

-7

Kaldrananeshreppur

112

117

-5

Bæjarhreppur

105

103

2

Broddaneshreppur

53

53

0

Hólmavíkurhreppur

447

462

-15

Samtals

767

792

-25