22/12/2024

Ennisháls opinn á ný

Ennisháls opinn allri umferð á nýBúið er að greiða úr vandræðunum á Ennishálsi og leiðin er nú fær öllum bílum – bæði stórum og smáum. Þó er rétt að minna á að ennþá er sama hálkan á vegunum og vissara að fara varlega. Eftir að veghefill kom á staðinn gekk greiðlega að koma bílnum á veginn aftur.

Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is – Sigurður Atlason – var að sjálfsögðu á vettvangi og festi atburðinn á filmu.

Vöruflutningabíllinn í sunnanverðum Ennishálsi