23/12/2024

Ennisháls lokaður stærri bílum

Ennisháls lokaður stærri bílumNú klukkan 14:50 bárust fréttir af því að stærri bílar komist ekki um Ennisháls vegna þess að stór flutningabíll (trailer) hefur runnið þar út af og situr fastur með annan endann þversum á veginum. Litlir bílar geta hins vegar skáskotið sér framhjá. Veghefill frá Hólmavík er á leiðinni á staðinn og er vonast til að vegurinn opnist fyrir alla bíla eftir um það bil 1-2 tíma.