22/12/2024

Enn um úthlutun byggðakvóta í Strandabyggð

Magnús Gústafsson sjómaður og útgerðarmaður á Hólmavík hefur sent vefnum athugasemd vegna orða Ásdísar Leifsdóttur sveitarstjóra sem varða úthlutunarreglur vegna byggðakvóta komandi kvótaárs. Sveitarstjóri lét þau orð falla í framhaldi af frétt á strandir.saudfjarsetur.is um úthlutun byggðakvótans sem Magnús er ósáttur við. Athugasemdir Magnúsar er að finna hér að neðan, ásamt tenglum inn í fyrri umfjöllun um málið.

"Vegna fréttar Ásdísar Leifsdóttur á strandir.saudfjarsetur.is þann 14.07. 2008 fjallar hún um óánægju Magnúsar Gústafssonar sjómanns og útgerðarmanns á úthlutun byggðakvótans. Ég vil benda á að þó svo þetta hafi verið fundur um úthlutunarreglur þá kom berlega í ljós að meirihluti hreppsnefndar vildi skipta ójafnt á milli útgerðar og sjómanna.
 
Eigum við að geta unnið eftir settum reglum sem eiga að liggja frammi fyrir úthlutun en ekki eftir á eins og var gert á síðustu úthlutun Byggðarkvótas árið 2006-2007, en þá var meiri sátt á milli manna þá um jöfn skipti en nú er. Eins og staða úthlutunar er nú eru fleiri óánægðir um ójöfn skipti. En virðist ekki hægt að fá svör frá sveitastjórnarmönnum nú um misskiptingu launa sjómanna út úr byggðakvótanum nú frekar en fyrri daginn.

Sveitarstjórn virðist ekki geta svarað þeirri einföldu spurningu minni á því hvernig þessi mismunun á launum sjómanna geti verið meiri hagsmunir fyrir byggðarlagið í heild sinni en ef skiptin væru jöfn. Kannski getur þessi mismunur leitt til þess t.d að börnin í Grunnskólanum á Hólmavík fái fría skólamáltíð á skólatímabilinu og kannski líka að leikskólinn verði frír, nú ef svo er þá er ég sáttur við þessi skipti ef litið er til heildar hagsmuna byggðarlagsins.

Ég ætti kannski að beina minni spurningu beint til Ásdísar Leifsdóttur þar sem hún virðist vera sjötta manneskja í hreppsnefnd. Ég hef alltaf haldið að fimm væru í hreppsnefnd en ekki sex. Kannski hef ég alltaf misskilið fjölda manna í stjórn byggðarlagsins.
 
Kveðja Magnús Gústafsson"

Skiptar skoðanir um úthlutun byggðakvóta

Sveitarstjórn samþykkti viðbótarreglur um byggðakvótann