22/12/2024

Enn hægt að tilnefna Strandamann ársins

Nú fer að síga á seinni hlutann í vali á Strandamanni ársins 2007, en hægt er að kjósa hér á síðunni til 22. janúar. Við hvetjum alla til að leggja nú höfuðið í bleyti og taka þátt í valinu og benda á einhvern sem hefur afrekað eitthvað markvert á árinu 2007 eða er hvunndagshetja sem er jákvæð og bjartsýn og hefur staðið sig afburða vel í félagslífi, starfi eða bara lífinu almennt. Kosið verður á milli þeirra þriggja sem fá flestar tilnefningar í seinni umferðinni.