22/12/2024

Enn hægt að tilnefna Strandamann ársins

Fjöldi tilnefninga um Strandamann ársins 2006 hefur borist, en nú hefur verið ákveðið að framlengja frestinn til að skila inn tilnefningum fram á kl. 12:00 á hádegi næstkomandi sunnudag 28. janúar. Ástæðan er meðal annars hnökrarnir á netsambandi sem verið hafa síðustu daga víða á Ströndum. Í seinni umferð verður síðan kosið milli þeirra þriggja Strandamanna sem flestar tilnefningar fá. Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið til að taka þátt í þessum skemmtilega leik og tilnefna Strandamann ársins 2006, hvort sem um afreksfólk eða hvunndagshetjur er að ræða.