Eitt verkefni í vegamálum hefur farið alveg fram hjá ritstjóra strandir.saudfjarsetur.is í skrifum hans um verkefni í vegagerð á Ströndum í morgun. Það er endurbygging og slitlag á Laxárdalsveg (nr. 59) um Laxárdalsheiði sem er tengivegur utan grunnnets. Í Samgönguáætlun 2007-2010 er gert ráð fyrir að það verkefni verði á dagskrá á árunum 2008-2009 og verði 50 milljónum varið í verkefnið hvort ár. Vegabætur innan sveitar í Hrútafirði á þeim 16 km sem eftir er að byggja upp og leggja bundnu slitlagi á Djúpvegi (nr. 61) sem er hluti af grunnnetinu eru hins vegar ekki á dagskrá fyrr en í allra fyrsta lagi árið 2015.