22/12/2024

Ekki ástæða til að örvænta – nettengingin kemur

TröllinFjarskiptasjóður hefur óskað að koma á framfæri hér á vefnum, í framhaldi af frétt um netvæðingu sveitanna hér í gær, að þeir bæir sem taldir eru upp í fréttinni eru eftir sem áður með í útboði fjarskiptasjóðs hvað varðar háhraðanettengingar. "Þessir tilteknu bæir, ásamt nokkrum öðrum bæjum um land allt, voru teknir af lista yfir staði sem bjóðendur í útboðinu mega (valkvæmt) bjóða að dekka með GSM þjónustu. Með GSM þjónustu er átt við háhraðafarnetsþjónustu í útboðsgögnum. Ástæðan fyrir þessum tilteknu breytingum er sú að GSM markaðsaðili hefur nýlega upplýst fjarskiptasjóð um markaðsáform sín á þessum tilteknu stöðum." 

Virðist því ekki ástæða fyrir fólk á þessum stöðum að örvænta í bili, háhraðanetið kemur á þessa tilteknu bæi eins og aðra. Verður spennandi að sjá hvenær farið verður í þetta verkefni, en tilboð verða opnuð á morgun og komið hefur fram áður að gengið verði af krafti í að fara yfir tilboð og gera samninga. Samkvæmt Fjarskiptaáætlun 2005-10 átti verkefninu að vera lokið í árslok 2007. 

Jafnframt virðist þá ljóst vera að vefurinn strandir.saudfjarsetur.is sem ritstýrt er frá sveitabænum Kirkjubóli á Ströndum verður settur á í haust, fyrst betri tíð er í augsýn á öldum Internetsins, færri hnökrar og truflanir og meiri hraði: Betri tenging á lægra verði.