22/12/2024

Einstök veðurblíða

Álftir spóka sig á köldu svelliEinstök veðurblíða hefur verið á Ströndum páskahátíðina og hafa fjölmargir notað tækifærið til að stunda útivist. Í dag var fjöldi fólks á Steingrímsfjarðarheiði að leik á snjóþotum og snjósleðum, á meðan aðrir tóku til í garðinum, smíðuðu kofa eða fóru í gönguferðir eða siglingu. Það er vor á Ströndum og páskahretið lét hvergi sjá sig nema hér á vefnum strandir.saudfjarsetur.is. Skógarþrestirnir eru komnir, tjaldurinn farinn að hrópa, teistan komin að landi, gæsir flugu hjá, svanir sitja við vötn.