Jón Halldórsson frá Hrófbergi er töluvert fyrir fjallaferðir og finnst þá best að vera einn á ferð. Myndavélin er þó gjarnan með í för, eins og í ferð sem hann fór á snjósleða í blíðskaparveðri á dögunum og smellti af þeim myndum sem fylgja hér á eftir. Hér var lagt upp frá Steingrímsfjarðarheiði og leiðin lá þaðan fyrir Hvannadalsbotn og síðan í botninn á Reykjarfirði og upp á Búrfell. Þaðan að þriggja staura línustæði sem er norðvestan við Búrfellið og síðan að Glissu og á Eyrarháls. Síðan hélt Jón til baka yfir undir Ófeigsfjörð og síðan með krókum til Steingrímsfjarðarheiðar.
Háafell og Búrfell í baksýn
Horft út Reykjarfjörðinn og Veiðuleisukambur í baksýn
Horft út Reykjarfjörðinn, Reykjafjarðarbærinn og Kambur í baksýn
Toppurinn á Búrfelli og Reykjafjörður í baksýn
Horft ofan í Kjós og út Reykjafjörðinn og Háafell í baksýn
Myndin tekin af toppi Búrfells, Reykjafjörður og bærinn í baksýn
Varðan á toppi Búrfells og Reykjafjörður í baksýn
Varðan á toppi Búrfells og Veiðuleysukambur í baksýn
Rafmagnsstaurarnir sem eru fyrir norðan Búrfellið
Fjallið Glissa í fallegum skrúða
Reykjafjarðarbotn og Kjós og Háafellshæðir í baksýn
Ingólfsfjörður og Ófeigsfjörður í baksýn
Glissa í hvítum skrúða
Ingólfsfjörður
Glissa í fallegum skrúða