Jónsmessunótt hefur löngum þótt magnaðasta nótt ársins. Þá fljóta náttúrusteinar upp í vötnum og grös og blóm eru óvenju kröftug, hvort sem nota á þau til lækninga eða galdurs. Döggin á Jónsmessunótt þykir óvenju heilnæm og hefur lækningamátt. Þá fara menn berfættir í gönguferð eða velta sér naktir upp úr dögginni, sem allir Strandamenn gera. Jónsmessan er kennd við Jóhannes skírara og er sögð fæðingardagur hans (nöfnin Jón og Jóhannes eru tvö afbrigði sama nafns). Tíu viðburðarík ár eru liðin frá opnun Galdrasýningar á Ströndum í nótt.
Nóttleysa á Kirkjubóli á Ströndum á Jónsmessu