Hluta af söluandvirði Símans verður varið til eflingar gsm-símakerfisins á Íslandi. Sú vinna er hafin en kerfið nær ekki til um 400 kílómetra hluta af hringveginum og inn til landsins næst ekki til um 1.100 kílómetra svæðis. Áætlaður kostnaður við stækkunina er tæpur milljarður. Á Ströndum er samband á fæstum stöðum og síst þar sem veruleg þörf er á og er vonandi að verkefnisstjórar Fjarskiptastofnunar hafi einhverntíman átt eða eigi einhverntíman leið um héraðið og kynni sér ástand mála af eigin raun.