Nú í morgun var haldin dorgveiðikeppni á bryggjunni á Hólmavík og voru þar margir þátttakendur í góða veðrinu, 13 stiga hiti er á Hólmavík og sólin glottir bak við ský. Kjörið veður til skútusiglinga. Ekki var annað að sjá en aflabrögð væru með besta móti í veiðikeppninni og var hverjum fiskinum á fætur öðrum landað á meðan ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is staldraði við. Það er Björgunarsveitin Dagrenning sem hefur veg og vanda af hátíðahöldum sjómannadagshelgina á Hólmavík.
Maríus Þorri og Selma búin að landa
Jakob Ingi með góðan afla
Teddi hinn kátasti með fyrsta fisk dagsins, vænan marhnút
Ljósm. Jón Jónsson