30/10/2024

Deilt um aflagjald

Hólmavíkurhreppur fjallaði á fundi hreppsnefndar í gær um erindi frá Félagsmálaráðuneytinu. Þar var óskað eftir athugasemdum frá hreppnum varðandi athugasemdir sem gerðar hafa verið við niðurfellingu aflagjalda hjá Særoða ehf á fundi hreppsnefndar þann 15. mars 2005 og ábendingu um hugsanlegt vanhæfi hreppsnefndarmanna við þá afgreiðslu. Þann 5. apríl var erindi um niðurfellingu aflagjalda frá þremur útgerðarmönnum á Hólmavík síðan hafnað samhljóða. Samþykkti hreppsnefnd samhljóða á fundi sínum í gær að hún sjái ekki ástæðu til að fjalla frekar um málið eða gera athugasemdir við Félagsmálaráðuneytið.