22/12/2024

Deiliskipulag fyrir Klúku

150-galdrahatidDeiliskipulag í landi Klúku í Bjarnarfirði hefur verið i vinnslu hjá Kaldrananeshreppi síðasta ár og er nú á lokastigi. Skipulagssvæðið er vestanverð landamerki Klúku og Svanshóls og fer þar eftir vissum kennileitum sem þekkt eru. Að austanverðu markast skipulagssvæðið af Hallardalsá. Á svæðinu hefur staðið yfir veruleg uppbygging ferðaþjónustu undanfarin ár og því var nauðsyn að ráðast í deiliskipulag þess.

Gert er ráð fyrir 10 sumarbústaðalóðum í tillögu að deiliskipulaginu sem Teiknistofa Benedikts Björnssonar í Kópavogi hefur unnið í samstarfi við heimamenn.

Annar áfangi Galdrasýningar á Ströndum, Kotbýli kuklarans fellur einnig undir skipulagið en kotbýlið hefur verið þar í byggingu undanfarin ár. Gert er ráð fyrir nokkuð umfangsmikilli skógrækt á svæðinu auk hvers kyns eflingar ferðaþjónustu. Einnig eru afmörkuð svæði  fyrir bílastæði og tjaldsvæði.

Væntanlega fer skipulagið í auglýsingu núna í janúar og vonast er til að staðfest deiliskipulag liggi fyrir ekki síðar en í mars 2005.

Meðfylgjandi mynd tók Jóhann Björn Arngrímsson á Galdrahátíð í Bjarnarfirði.