30/10/2024

Dansleikur á Café Riis laugardagskvöld

Trúbadorinn Einar Örn spilar á balli á Café Riis á Hólmavík annað kvöld
laugardaginn 21 febrúar. Hann mun taka gamla slagara í bland við alla
nýju söngvana. Einar Örn hefur gefið út einn
geisladisk sem ber heitið Lognið á undan storminum og vann
Sæluhelgarlagakeppnina árið 2003 á Suðureyri með laginu Sæluríkið
Suðureyri. Einnig vann hann trúbadorakeppni Suðurnesja árið 2005. Árið
2006 komst Einar Örn í úrslit í Stóru Trúbadorakeppninni sem haldin var
í Reykjavík og endaði þar í fjórða sæti. Einar Örn tók þátt í bandinu
hans Bubba og komst áfram og fór fyrir hönd Vestfjarða í þáttinn. Það verður eflaust mikið fjör á
ballinu sem hefst kl. 23:00 annað kvöld.