22/11/2024

Danskvikmynd tekin upp á Hólmavík

Clémentine Delbecq, gestalistamaður í Skelinni á Hólmavík, vinnur nú að danskvikmynd sinni Water is dress og hefur fengið til liðs við sig nokkra íbúa á Ströndum.  Tökur munu fara fram hér 22. – 28. mars. Á föstudaginn næsta, 25. febrúar kl. 16 býður Clémentine öllum áhugasömum í heimsókn í Skelina í kaffispjall og kynningu á þessu verkefni. Meðal annars mun hún sýna teikningar og ljósmyndir sem hún hefur tekið á Hólmavík í tengslum við myndina, segja stuttlega frá vinnu sinni hingað til og næstu skrefum. Kaffi og frönsk súkkulaðikaka á boðstólum.

Einnig geta menn litið við á laugardag og sunnudag í Skelinni. Þeir sem eru áhugasamir um þátttöku en komast ekki um helgina geta líka haft samband við Kötlu Kjartansdóttir verkefnisstjóra hjá Þjóðfræðistofu í s. 865-4463 eða netfangið katla@icef.is.

Myndablogg Clémentine er á vefslóðinni sliceofwalrus.blogspot.com. Skelin er lista- og fræðimannaíbúð Þjóðfræðistofu á Hólmavík, sjá nánar á www.icef.is.