23/12/2024

Dans og tjútt fyrir fullorðna

Boðið er upp á 2-3ja kvölda dansnámskeið fyrir fullorðna á Hólmavík í þessari viku og er fyrsta kennslustundin í kvöld í Íþróttahúsinu kl. 20:00.  Þar verður kennt m.a. salsa, jive og tjútt og því um að gera fyrir alla sem áhuga hafa að drífa sig með í syngjandi sveiflu og tjútt. Allar nánari upplýsingar er að fá hjá Ásrúnu danskennara í síma 863-4999 sem tekur á móti skráningum, eftir kl. 18:00 í dag.