23/12/2024

Dagur íslenskrar tungu í Bókasafninu

BókasafnsbangsinnÍ tilefni af Degi íslenskrar tungu verður dagskrá í Héraðsbókasafninu á Hólmavík í dag, 17. nóvember, kl. 18:00. Flutt verður tónlist og lesin ljóð fyrir gesti á öllum aldri, auk þess sem Arnar S. Jónsson leikles frumsamda sögu fyrir börnin: Söguna af Jóni káta. Í fréttatilkynningu frá bókasafninu eru áhugasamir hvattir til að mæta og eiga saman skemmtilega og notalega stund á bókasafninu. Kaffi og kleinur verða á boðstólum. Jafnframt er vakin athygli á því að bókasafnið verður lokað á hefðbundnum opnunartíma næstkomandi fimmtudag 20. nóvember, kl. 20-21, en þá verður bingó í Félagsheimilinu.