04/01/2025

Dagur hinna villtu blóma í Sævangi

Sunnudaginn 18. júní er dagur hinna villtu blóma! Í tilefni þess ætla Náttúrubarnaskólinn og Náttúrustofa Vestfjarða að standa fyrir blómagöngu undir leiðsögn Hafdísar Sturlaugsdóttur. Mæting er á Sauðfjársetrinu í Sævangi kl. 14:00 og verður gengið um nágrennið og áhersla lögð á bersvæðisplöntur. Eftir gönguna verða kökur og kaffi á boðstólum á Sauðfjársetrinu og verðið er 1.200 kr., en frítt er í gönguna sjálfa og allir hjartanlega velkomnir.