30/10/2024

Dagur hinna villtu blóma

Þrenningarfjóla á HólmavíkDagur hinna villtu blóma verður haldinn nú á sunnudaginn 14. júní þetta árið. Um er að ræða árlegan atburð þar sem fólki víðs vegar um landið gefst kostur á að fara í gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa. Gönguferðir þessar eru ókeypis fyrir þátttakendur og ekki þarf að tilkynna þátttöku fyrir fram, aðeins að mæta á auglýstum stað á réttum tíma. Á Hólmavík hefst gönguferðin kl. 10:30 og er mæting við Upplýsingamiðstöðina á Hólmavík. Um leiðsögn sér Hafdís Sturlaugsdóttir.