22/12/2024

Dagskrá málþingsins um Spánverjavígin

Eins og fram kom í frétt á strandir.saudfjarsetur.is er heljarmikið málþing haldið um helgina í Dalbæ á Snæfjallaströnd þar sem fjallað verður Spánverjavígin árið 1615 út frá ótal sjónarhornum. Fram koma fjöldi fræðimanna sem hafa gert rannsóknir á Spánverjavígunum og veru Baska á Íslandi og flytja erindi. Málþingið hefst kl. 15:00 á morgun og stendur fram á miðjan dag sunnudags. Nákvæm dagskrá fylgir hér að neðan, en ókeypis er á málþingið og allir eru hjartanlega velkomnir. Það eru Snjáfjallasetrið og Vestfirðir á miðöldum sem standa fyrir máþinginu. Að Dalbæ er rétt um klukkustundar akstur frá Hólmavík.

Dagskrá
Laugardagur 24. júní

Kl. 15:00 – 18:00
Michael M. Barkham

Lok hvalveiða Baska við Nýfundnaland í samhengi við upphaf veru þeirra á Svalbarða, Íslandi og Noregi í byrjun 17. aldar.
Selma Huxley Barkham
Martin de Villafranca frá San Sebastian: baskneskur hvalveiðiskipstjóri drepinn á Íslandi 1615.
Henrike Knörr
Baskneskir sjómenn á Íslandi. Um tvítyngdu orðasöfnin á 17. öld
Trausti Einarsson
Hvalveiðar Baska við Íslandsstrendur
Sigurður Sigursveinsson
Um Spánverjavígin
Jónas Kristjánsson
Um útgáfu ritanna "Sönn frásaga" eftir Jón Guðmundsson lærða og "Víkingarímur" eftir ókunnan höfund sem í handriti er nefndur "J. G.s."

Kl. 18:00 – 20:00
Kómedíuleikhúsið – Höfundur og leikari Elfar Logi Hannesson
"Áfram Spánn" – 15 mínútna leikþáttur um Spánverjavígin
Steindór Andersen
kveður rímur Jóns lærða

Sunnudagur 25. júní

Kl. 10:00 – 12:30
Söguskoðunarferð í Æðey og Ögur

Kl. 12:30 – 13:00
Hádegissnarl

Kl. 13:00 – 14:30
Torfi Tulinius
Voru Spánverjavígin fjöldamorð?
Már Jónsson
Arma og arga þjóð. Spánverjavígsdómar Ara í Ögri 1615 og 1616
Magnús Rafnsson
Jón Guðmundsson lærði – Fornelifauppgröftur í Hveravík við Steingrímsfjörð

Kl.14:30 – 15:00
Umræður

Kl. 15:00 – 16:00
Kaffi og slit málþings