22/12/2024

Dagskrá Bryggjuhátíðarinnar á Drangsnesi

Bryggjuhátíð á Drangsnesi nálgast nú óðfluga, en hátíðin verður haldin næstkomandi laugardag, þann 16. júlí. Að venju verður mikið um dýrðir og er dagskráin sem er með hefðbundnu sniði er birt hér að neðan. Sjávarréttarsmakkið verður á sínum stað, Grímseyjarferðir, kvöldvaka, varðeldur og dansiball þar sem að Stuðlabandið heldur uppi stuðinu. Þá synda sjósundsgarpar til lands úr Grímsey.

 

10:00-11:00 Dorgveiði Kokkálsvík
Grímseyjarsund – Sjósundgarpar stinga sér til sunds frá Grímsey og synda í land.
11:00 Grímseyjarsiglingar með Sundhana
12:30 Sjávarréttasmakk við frystihúsið og nikkan hljómar
Markaðsstemming í tjaldinu
13:00 Grásleppusýning í Framtíðinni -fyrir utan Forvaða*
Myndlistarsýningar, gömlu myndirnar og kaffihús í skólanum
Strandahestar
Hoppukastali
14:30 Vináttulandsleikur í fótbolta Drangsnes – Hólmavík á fótboltavellinum
16:00 Söngvarakeppni krakkanna, Samkomuhúsinu Baldri
18:00 -19:30 Grillveisla, Samkomuhúsinu Baldri
20:30 Kvöldskemmtun í Samkomuhúsinu Baldri
22:00 Varðeldur með Ragga Torfa við fótboltavöllinn
23:00 Jogvan Hansen skemmtir á Malarkaffi
23.30 Bryggjuhátíðarballið – Stuðlabandið sér um stuðið