22/11/2024

Dagskrá Bryggjuhátíðar á Drangsnesi

Árleg Bryggjuhátíð á Drangsnesi verður haldin nú á laugardaginn 21. júlí og að venju verður mikið um dýrðir, til að mynda er á dagskránni hefðbundið sjávarréttasmakk, dorgveiði, Grímseyjarsiglingar, grillveisla, kvöldvaka, landsleikur og dansleikur. Listasýningar verða opnar og ljósmyndasýningin Húsin í hreppnum er á spjöldunum á holtinu við verslun KSH og einnig á hitaveituskúrnum við heitu pottana. Einhverja er eðlilega farið að lengja eftir að fá að líta dagskrá Bryggjuhátíðarinnar og er ekki seinna vænna að bjarga því við, því gestir eru þegar byrjaðir að streyma að.

Dagskrá Bryggjuhátíðar á Drangsnesi 21. júlí:

Kl. 8.30 – Gönguferð yfir Bæjarskarð, lagt upp frá Nesströndinni við skiltið
Kl. 9.00 – Ljósmyndasýningar opna í húsnæði sundlaugarinnar á Drangsnesi – Árni Þór Baldursson og Ingimundur Pálsson
Kl. 10-11.30 – Dorgveiði í Kokkálsvíkurhöfn. Verðlaunaafhending á söngvarakeppninni síðar um daginn.
Kl. 11-15.30 – Grímseyjarsiglingar með Sundhana
Kl. 12.30 – Sjávarréttasmakk á frystihúsplaninu. Kristján frá Gilhaga með harmonikkuleik. Markaðsstemmning í tjöldum. Strandahestar, hoppukastali.
Kl. 13 – Grásleppusýning – Grundargötu 4. Í skólanum opnar kaffihús og myndlistarsýningar. Þar sýna bræðurnir Gestur og Gunnar Eyjólfssynir og leirlistakonan Hafdís Brandsdóttir. Ljósmyndasýningin Mannlíf í Kaldrananeshreppi.
Kl. 13.30 – Tónleikar á frystihúsplaninu – Jón Halldórsson frumflytur nýtt Bryggjuhátíðarlag og Ari Jónsson syngur nokkur gömul og góð Bryggjuhátiðarlög
Kl. 15 – Vináttulandsleikur í fótbolta – Hólmavík – Drangsnes
Kl. 16.30 – Söngvarakeppni í samkomuhúsinu Baldri. Ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir. Munið að skrá ykkur.
Kl. 18-20 – Grillveisla við samkomuhúsið Baldur
Kl. 20 – Kvöldskemmtun í samkomuhúsinu Baldri – ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir
Kl. 22 – Varðeldur með bryggjusöng og Ragga Torfa
Kl. 23.30 – Bryggjuhátíðarballið – Veðurguðirnir

Bryggjuhátíð

atburdir/2007/580-bryggjuhatid06-3.jpg

atburdir/2007/580-bryggjuhatid06-1.jpg

Frá fyrri Bryggjuhátíðum – Ljósm. Jenný