22/12/2024

Dagskrá á Sjómannadaginn

Það er Sjómannadagurinn í dag og af því tilefni verður marhnútaveiðikeppni á bryggjunni á Hólmavík og hefst hún núna kl. 11:00. Einnig er opnunardagur á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík og í Sauðfjársetrinu í Sævangi í dag. Í tilkynningu frá Sauðfjársetrinu segir að fjörið í Sævangi byrji kl. 14:00, en þá hefst kaffihlaðborð að hætti hússins. Kl. 16:00 hefst síðan stutt dagskrá, en þá verður m.a. Hrafni Jökulssyni veitt verðlaun og viðurkenning fyrir sigur í ljósmyndakeppni Sauðfjársetursins og í framhaldi af því flytur trúbadorinn Bjarni Ómar Haraldsson lög af sólóplötu sem hann er með í smíðum. Hinn sívinsæli fjölskyldufótbolti fer síðan fram á Sævangsvelli kl. 17:00 og þar leika fullorðnir og börn sér saman.