22/12/2024

Dagrún nýr blaðamaður á strandir.saudfjarsetur.is

Dagrún Ósk Jónsdóttir á Kirkjubóli hefur verið ráðin sem blaðamaður á strandir.saudfjarsetur.is í hlutastarf. Ætlunin er að hún muni skrifa fréttir og greinar, auk þess að taka myndir og viðtöl. Vonast er til að vefurinn verði því með allra líflegasta móti í sumar og að fjölbreytni í aukist í vali á umfjöllunarefni. Mannlíf og menning verður efst á baugi hjá Dagrúnu, en netfangið hennar er mavun@msn.com. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is býður Dagrúnu hjartanlega velkomna til starfa.