22/12/2024

Daðrað við Sjeikspír – kaffileikhús á Café Riis

shaekspear-dadur
Kómedíuleikhúsið sýnir leikritið Daðrað við Sjeikspír að kvöldi 1. maí á Café Riis á Hólmavík. Um er að ræða sýningu að hætti kaffileikhúsa, gestir sitja við borð og geta jafnvel sötrað á einhverju svalandi. Í
ár eru liðin 400 ár frá því leikskáldið William Shakespeare eða Sjeikspír yfirgaf þetta jarðlíf. Hann var ekkert sérlega langlífur frekar en margir aðrir dvöldu á hótel jörð á þessum tíma, þegar hann lést 52 ára gamall hafði hann skrifað 37 leikrit. Að því tilefni hefur Kómedíuleikhúsið sett saman í sýninguna Daðrað við Sjeikspír. Fjallað verður um ævi meistarans og flutt brot úr fjórum af hans þekktustu verkum: Ótelló, Rómeó og Júlíu, Makbeð og Hamlet.

Leikarar eru þau Elfar Logi Hannesson og Anna Sigríður Ólafsdóttir. Búningahönnuður er Marsibil G. Kristjánsdóttir og leikstjórn annast Víkingur Kristjánsson. Sýningin hefst kl. 20 en húsið opnar kl. 19.30. Miðasala er hafin í síma 891 7025. Einnig er hægt að kaupa miða við innganginn á sýningardegi. Miðaverð er 3.500.-