26/12/2024

Café Riis er aftur til sölu

Nýr eigandi vill selja Café RiisFyrir nokkrum dögum birtist frétt hér strandir.saudfjarsetur.is um nýja eigendur veitingastaðarins Café Riis á Hólmavík en veitingamennirnir Magnús H. Magnússon og Þorbjörg Magnúsdóttir hafa selt staðinn. Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is fór á stúfana í morgun og kannaði fyrirætlanir nýs eiganda, sem er Eðvarð Björgvinsson, múrarameistari í Hafnarfirði. Eðvarð segir að efst á óskalista hjá honum sé að selja veitingastaðinn aftur, en ef það gangi ekki eftir, þá verði hann leigður út.

Eðvarð starfar sem múrarameistari í Hafnarfirði og segir að það standi ekki til að skipta um starfsvettvang. Ekki segist hann þó alveg ókunnugur veitingarekstri en hann rak Hótel Mar í Brautarholti í Reykjavík um árabil.

Aðsurður segist hann ekki hafa áhyggjur af því að Café Riis opni ekki á komandi sumri því einhver áhugi sé hjá öðrum á rekstrinum, en eins og fyrr segir þá vill hann helst selja Café Riis aftur og er áhugasömum bent á að hafa samband við hann, en makaskipti á eignum geta vel komið til greina.