Byrjað er að rífa Kirkjubólsrétt í Tungusveit, en ætlunin er að reisa nýja rétt á sama stað fyrir leitir í haust. Nokkrir bændur í Tungusveit störfuðu að niðurrifinu í morgun og fjarlægðu hvert tangur og tetur af réttinni á einum degi. Staurar voru margir orðnir sérlega fúnir, en réttin var reist 1971 og leysti þá af hólmi torfrétt á sama stað sem hafði staðið þar í 50 ár. Áður var skilarétt Tungusveitunga grjóthlaðin rétt, yst á Orrustutanga (þar sem Sævangur stendur), frá því seint á 19. öld, en þar áður smöluðu Tungusveitungar Miðdalinn í öfuga átt miðað við það sem nú tíðkast og í skilarétt í Steinadal.
Réttin rifin! – Ljósm. Dagrún Ósk Jónsdóttir