22/12/2024

Byggingar við norðanverðan Steingrímsfjörð

Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is eyddi sólskinsdeginum í gær við að mynda byggingar í Bjarnarfirði og við norðanverðan Steingrímsfjörð og bæta við ljósmyndasafn vefjarins. Ekkert hús varð útundan nema ef vera skyldi nokkur á Drangsnesi og kannski önnur mjög vel falin. Í myndasafni strandir.saudfjarsetur.is er komin myndaröð af byggingum í Steingrímsfirði norðan Staðarár allt út Selströnd að Bjarnarfirði. Það eru myndir af öllum bæjum, útihúsum og sumarhúsum á leiðinni. Eftir að fyrsta myndin hefur verið valin er hægt er að velja slideshow með því að smella á bláan hnapp merktan "Skyggnusýning" ofan við hana, og þá kemur hver mynd sjálfkrafa á eftir annari. Lesendur geta síðan spreytt sig á því að þekkja húsin.