Upp á síðkastið hefur Strandamönnum orðið tíðrætt um atvinnu- og byggðamál. Vefritinu strandir.saudfjarsetur.is hefur nú borist fróðleg grein um atvinnumál, byggðastuðning og byggðakvóta frá Gunnlaugi Sighvatssyni sjávarútvegsfræðingi og framkvæmdastjóra Hólmadrangs ehf. Þar er úthlutun byggðakvóta m.a. gagnrýnd og eins þær reglur sem mótaðar hafa verið af hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps um málið. Birtist grein Gunnlaugs hér á vefnum undir flokknum Aðsendar greinar.