22/11/2024

Bundið slitlag á Arnkötludalsveg í júlí 2009


Í Svæðisútvarpi Vestfjarða í gær var umfjöllun um framkvæmdir á nýjum veg um
Arnkötludal. Þar tók Sigríður Ásgeirsdóttir viðtal við Ingileif Jónsson
verktaka. Hann segir að búið sé að leggja veginn í grófum dráttum um það bil 12
km leið og þar af tæpa 3 km ofan í Arnkötludal. Hann gerir ráð fyrir að það
verði búið að byggja upp veginn í desember á næsta ári og þá verði hægt að aka yfir hann. Vegurinn verði þó ekki tilbúinn með bundnu slitlagi fyrr en sennilega
í lok júlí 2009. Ingileifur segir að aldrei hafi verið stefnt að því að eltast
við það að klára verkið fyrr en úboðsgögn segja til um og næla þannig í flýtiféð sem samgönguráðuneytið
lofaði ef vegurinn yrði kláraður fyrr. Hann segir það fari eftir tíðinni í vetur hvort svo geti orðið.

Viðtal Svæðisútvarpsins við Ingileif Jónsson er að finna í heild sinni með því
smella hér.