23/12/2024

Búferlaflutningar 2005

Hagstofa Íslands hefur birt talnaefni um búferlaflutninga á árinu 2005 eftir svæðum, byggðakjörnum og sveitarfélögum. Eins og venjulega er þarna á ferðinni áhugavert efni til að glugga í eins og sjá má í töflu hér neðar, en í þessum tölum koma fram flutningar fólks á lögheimili þess, án tillits til fæddra og dána. Samkvæmt Hagstofunni hafa 44 flutt í sveitarfélög á Ströndum á árinu, en 75 úr þeim. Munurinn er þannig óhagstæður um 31 og munar þar mestu um að 20 fleiri fluttu úr Hólmavíkurhreppi en í hann á árinu. Inni í þessum tölum eru ekki taldir þeir sem flytja sig um set innan sveitarfélaganna, en þær upplýsingar er einnig hægt að nálgast á vef Hagstofunnar – www.hagstofan.is.

Búferlaflutningar á Ströndum eftir sveitarfélögum 2005

 

Fluttir alls

Milli sveita innan landsvæðis

Milli landsvæða

Milli landa

Komu

Fóru

Komu

Fóru

Komu

Fóru

Komu

Fóru

Árneshreppur

2

8

0

0

2

8

0

0

Kaldrananeshreppur

17

24

3

8

14

12

0

4

Bæjarhreppur

8

7

0

0

7

7

1

0

Broddaneshreppur

4

3

3

0

1

3

0

0

Hólmavíkurhreppur

13

33

8

7

5

25

0

1