22/12/2024

Bryggjuhátíðin aldrei betri

Það ríkti mikil gleði á nýliðinni Bryggjuhátíð á Drangsnesi sem haldin var síðastliðinn laugardag. Veðrið lék við Drangsnesinga sem aldrei fyrr og eru þeir stoltir með hvernig Bryggjuhátíðin lukkaðist. Mikill fjöldi gesta sótti hátíðina og nutu þess að vera saman, hitta gamla vini og kunningja og kynnast nýjum. Nú þegar flestir gestir eru farnir heim og tími gefst til að líta yfir svæðið kemur enn og aftur í ljós hvernig fólk það er sem sækir okkur heim. Allt snyrtilegt og fínt, varla neins staðar rusl að sjá. Svona fólk viljum við fá aftur það er ekki spurning.

Ekki hefur verið gefin upp nein opinber tala um fjölda gesta en mönnum ber saman um að þeir hafi ekki áður verið svo margir og spilar veðrið þar stóra rullu. Hér eru nokkrar myndir frá hátíðinni en margir voru þar með vélar á lofti og gaman væri að fá diska með myndum til að eiga í safninu.

Um borð í Sundhana

Um 100 krakkar voru skráðir í dorgveiðikeppnina

Troðfullt út úr dyrum

Sungu Drangsnesbraginn og unnu í yngri flokknum

Sundhani var með stöðugar ferðir út í Grímsey

Strandahestar eru vinsælir hjá krökkunum á Bryggjuhátíð

Kristján frá Gilhaga skemmti við sjávarréttasmakkið

Harpa Óskarsdóttir upprennandi söngkona á Drangsnesi

Jón Halldórsson og Magnús í miklu stuði

Ingó í Idol tók lagið á kvöldskemmtuninni

Grilluð lundaspjót og pylsur í Grímsey

Grilluð sigin grásleppa þykir lostæti

Enginn vandi að spóka sig léttklæddur á Bryggjuhátíð

Beðið eftir næstu ferð í Grímsey

Valgerður og Anna höfðu nóg að gera á Grásleppusýningunni

Hluti af fólkinu við varðeldinn – ljósm. Jenný Jensdóttir