22/11/2024

Bryggjuhátíðar hátíð á Drangsnesi

Maður er manns gaman segir einhver staðar. Það er alveg bráðnauðsynlegt að finna sér reglulega einhver tilefni til að koma saman. Bryggjuhátíðin bauð öllum íbúum Kaldrananeshrepps til veislu á laugardagskvöldið. Tilefnið sem notast var við var vel lukkuð Bryggjuhátíð í sumar. Margir hjálpuðust að við að gera veisluna sem best úr garði en öll var sú vinna unnin í sjálfboðavinnu. Voru íbúar duglegir að mæta og tóku með sér gesti sem voru velkomnir í hópinn. Ekkert aldurstakmark var í boðinu og aldursbil gestanna spannaði eitthvað rúmlega 80 ár. Þessi hausthátíð hefur ekki verið haldin árlega, en það er næstum alveg víst að hún verður árleg héðan í frá.

Bryggjuhátíðarkvöld

atburdir/2007/580-bryggjuhatidarkv3.jpg

atburdir/2007/580-bryggjuhatidarkv1.jpg

Maður er manns gaman – Ljósm. Jenný Jensdóttir