22/12/2024

Bryggjudekkið á Gjögurbryggju lagfært

Frá því er sagt á www.litlihjalli.it.is að síðustu daga hafa smiðirnir Ragnar og Guðbrandur Torfasynir verið
undirbúa dekkið á Gjögurbryggju undir steypu, ásamt heimamönnum í Árneshreppi. Bryggjan skemmdist mikið í sjógangi síðasta vetur, en nú er búið að hlaða
varnargarð við bryggjuna. Töluverð ágjöf var á bryggjunni við undirbúningsvinnu síðustu daga og steypuvinnu var frestað á föstudag
vegna hvassviðris. Á laugardag tókst hins vegar að steypa bryggjudekkið og kom Ágúst Guðjónsson verktaki með steypubíl frá
Hólmavík og var steypan hrærð á staðnum. Steypt var í ágætisveðri, en þó var komin
rigning eftir hádegi við seinnihluta vinnunar.