22/12/2024

Bridgemót í Trékyllisvík


Síðustu tvö ár hefur verið haldið héraðsmót í bridge í Trékyllisvík á Ströndum þann 1. maí. Það er Bridgefélag Hólmavíkur og Héraðssamband Strandamanna sem standa fyrir mótinu og hafa gestir fengið frábærar móttökur í Árneshreppi. Keppt var í tvímenning og að þessu sinni voru það Jón Stefánsson á Broddanesi og Eyvindur Magnússon á Reykhólum sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Í öðru sæti voru Maríus Kárason á Hólmavík og Ólafur Gunnarsson í Þurranesi í Saurbæ og í þriðja sæti voru Þorsteinn Newton á Hólmavík og Jón Jónsson á Kirkjubóli.

Bridgefélag Hólmavíkur er við góða heilsu og er spilað allan veturinn á hverju sunnudagskvöldi og mæta þangað spilarar í sveitunum í kring og einnig úr Dalasýslu og Reykhólahreppi. Á héraðsmótinu bætast svo við spilarar úr Árneshreppi og taka spilamenn sér flestir sumarfrí að þessu móti loknu. Á haustin er síðan mót í Dalbæ á Snæfjallaströnd sem markar upphaf nýrrar spilavertíðar.

645-bridge4

645-bridge3

2013frettir/645-bridge4.jpg

Bridgemót í Trékyllisvík – ljósm. Jón Jónsson og Vignir Örn Pálsson