30/10/2024

Breyttur opnunartími hjá Ás

Opnunartíma hjá Gjafavöruversluninni Ás á Hólmavík hefur nú verið breytt og er opið fimmtudaga frá 14-18 og föstudaga frá 14-19. Lokað verður mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga og einnig verður verslunin lokuð 14.-16. nóvember. Áfram verður hægt að hringja eða banka upp á hvenær sem er. Gjafavöruverslunin Ás var opnuð 12. september í haust.