22/12/2024

Breyttur opnunartími á Héraðsbókasafni

Vegna þess hve mikið er um að vera í menningarlífinu á Ströndum verður opnunartíma á Héraðsbókasafninu breytt næstu tvo fimmtudaga þannig að opið verður frá 20:30-21:30 þessi fimmtudagskvöld, en auk þess er opið alla skóladaga frá 8:40-12:00. Geta menn þá bæði komist á aðventukvöld og jólatónleika og líka náð sér í nýjar bækur á bókasafnið. Von er á Hrafni Jökulssyni í næstu viku og ætlar hann að lesa úr bók sinni: Þar sem vegurinn endar, en sú heimsókn fer nokkuð eftir veðri og færð og verður kynnt nánar síðar.