22/12/2024

Brautargengi á Hólmavík

Impra – nýsköpunarmiðstöð mun standa fyrir námskeiðinu Brautargengi sem verður kennt á Hólmavík og fleiri stöðum í vetur. Um er að ræða nám fyrir athafnakonur sem vilja hrinda viðskiptahugmyndum sínum í framkvæmd og þurfa þátttakendur að hafa viðskiptahugmynd til að vinna með. Námskeiðið hefst í Borgarnesi helgina 9.-10. september, en síðan verður kennt einu sinni í viku í 15 vikna lotu. Á Hólmavík verður kennt á þriðjudögum frá 12:30-17:00. Fyrsti tíminn á Hólmavík er 12. september, en þeir sem hafa áhuga þurfa að skrá sig fyrir 31. ágúst á vefsíðunni www.impra.is.

 Á Brautargengi læra þátttakendur um stefnumótun, vöru- og þjónustuþróun, markaðsmál, fjármál, stjórnun auk annarra hagnýtra atriða við stofnun og rekstur fyrirtækja. Þá er sérstaklega farið í kynningu á persónueinkennum frumkvöðla og stjórnenda og hvað þeir þurfa að hafa til að bera til að ná árangri. Nánari upplýsingar má fá á þessari vefsíðu: http://www.impra.is/studningsverkefni/brautargengi/.