22/12/2024

Brassarnir í beinni á Café Riis í kvöld

HM dagar á Café Riis halda áfram jafnhliða heimsmeistaramótinu í knattspyrnu en þar eru sýndir beint allir leikir keppninnar á risaskjá. Góð mæting hefur verið á leikina, og að sjálfsögðu misjafnt eftir því hvaða lið etja kappi. Það ætti enginn Strandamaður né ferðamaður á svæðinu að þurfa að láta keppnina framhjá sér fara en nokkuð hefur verið um að ferðamenn hafi rekið inn nefið til að fylgjast með sínum liðum. Klukkan 16:00 hefst leikur Frakka og Svisslendinga sem verður eflaust spennandi fyrir marga að fylgjast með og þá ekki síður leikur Brasilíumanna og Króata sem verður sýndur beint á Café Riis klukkan 19:00, en Brasilíumenn hafa heimsmeistaratitilinn að verja í keppninni. Dagskrá HM næstu daga er að finna hér að neðan.

Næstu leikir  
13.jún kl. 16:00 Frakkland – Sviss
13.jún kl. 19:00 Brasilía – Króatía
14.jún kl: 13:00 Spánn – Úkraína
14.jún kl. 16:00 Túnis  – Saudi Arabía
14.jún kl. 19:00 Þýskaland – Pólland
15.jún kl. 13:00 Ekvador – Kosta Ríka
15.jún kl. 16:00 England – Trinidad & Tobago
15.jún kl. 19:00 Svíþjóð – Paraguay