Meðan Strandamenn og aðrir góðir menn þreyja þorrann og bíða eftir vorinu er tilvalið að leggja rækt við hagyrðinginn sem býr í öllu fólki. Því hefur vefurinn strandir.saudfjarsetur.is ákveðið að ýta úr vör seinniparta- eða botnasamkeppni hér í Hagyrðingahorninu sem finna má undir Spjalltorginu. Vegleg verðlaun að verðmæti minna en 1.000.- krónur verða veitt fyrir besta botninn. Fyrriparturinn í þessari fyrstu umferð hljóðar svo: Ég skeyti hvorki um skömm né heiður / skrattinn hirði reglur allar.