26/12/2024

Borgabrautin malbikuð

strand3-akj

Í gær var Borgabrautin á Hólmavík malbikuð og þar með náðist stór áfangi í þessari stærstu gatnaframkvæmd á Hólmavík á síðari árum. Í allt sumar hefur vaskur flokkur heimamanna undir verkstjórn Valgeirs Arnar Kristjánssonar unnið að verkinu, þar sem allar lagnir og leiðslur hafa verið yfirfarnar, lagðar og lagfærðar, fleygað úr klettum, skipt um jarðveg og gatan undirbúin undir malbik. Lagning gangstétta og annar frágangur bíður vors. Þetta kemur fram á vef Strandabyggðar. Meðfylgjandi mynd tók Andrea Kristín Jónsdóttir.