22/12/2024

Borðeyri – stærsti smábær í heimi

Nú líður að Borðeyrarhátíð sem haldin verður um helgina og er undirbúningur í fullum gangi og mikil tilhlökkun í gangi. Búið er að gera boli sem verða til sölu á hátíðinni og merktir eru Borðeyri, stærsta smábæ í heimi. Mikið verður um að vera á Borðeyrarhátíð, m.a. gönguferðir og grillveisla, varðeldur og dansleikur, en dagskrána má nálgast hér á vefnum undir þessum tengli. Ragnar Bjarnason, Þorgeir Ástvaldsson og Hörður G. Ólafsson eru meðal þeirra sem troða upp á hátíðinni.

Búist er við töluverðum fjölda gesta á hátíðina, sérstaklega heimamönnum og nágrönnum þeirra úr öllum áttum, auk fjölmargra sem eiga rætur á þessum slóðum.