30/10/2024

Bókasafnið í kvöld

Rétt er að minna á að Héraðsbókasafnið á Hólmavík er opið í kvöld milli 20:00-21:00, þann 15. desember, og hið sama gildir um fimmtudagskvöldin 22. og 29. desember. Einnig er opið á morgnanna á virkum dögum frá 8:40-12:00 til og með þriðjudagsins 20. desember. Mikið er komið af nýjum bókum á safnið og sjálfsagt verða margir sem eiga ánægjuleg bókajól með aðstoð bókasafnsins eins og verið hefur.