Nú á sunnudaginn, þann 6. nóvember kl. 17:00, verður bókakynning á bókasafninu á Hólmavík. Þar mun Jón Hjartarson frá Undralandi kynna og lesa úr nýrri minningabók sinni, Veislan í norðri, en hún kom út fyrir skemmstu. Á síðasta ári gaf Jón einnig út minningar sínar frá æskuárunum á Undralandi. Þá mun Jón Jónsson á Kirkjubóli segja frá Ástar-Brandi, sérkennilegum náunga sem flakkaði um Strandir og víðar á síðustu öld. Allir eru hjartanlega velkomnir og að venju verður Héraðsbókasafnið með kaffi og kex á boðstólum.