22/12/2024

Blíðskaparveður á Ströndum

Síðustu daga hefur verið einstaklega fallegt desemberveður á Ströndum, stillur og logn. Snjólítið er sunnan Veiðileysufjarðar og allir helstu vegir greiðfærir. Víða má sjá að verklegar framkvæmdir eru í gangi á Ströndum, byggingarframkvæmdir og viðhald, og í gær var veghefill að skarka á veginum við Heydalsá við Steingrímsfjörð. Selir lágu á steinum og landslagsmyndir gefa ekki til kynna að nú sé hávetur. Á næstu dögum á að vera úrkoma á norðausturhorni landsins, en ekki víst að hún nái á Strandir.

0

bottom

vegamal/580-heflun-heydalsa.jpg

natturumyndir/580-selirdes1.jpg

natturumyndir/580-holmavikurhofn-des.jpg

Veðurblíða á Ströndum – Ljósm. Jón Jónsson