22/12/2024

Björn Fannar Hjálmarsson heimsóttur í rækjuvinnsluna

Björn FannarÍ gær áttu Ingibjörg og Sigurður, sem eru í fjölmiðlahóp í þemavikunni, samtal við Björn Fannar Hjálmarsson vinnslustjóra í Hólmadrang. Honum finnst mjög fínt að vinna í frystihúsinu og segist ekki kvarta yfir laununum.
Björn segir að vinnslan í ár sé betri enn í fyrra, miðað við sama tíma. Telur hann að það sé mjög góður mórall í rækjuvinnslunni. Þar starfa um 25 starfsmenn, með skrifstofufólki. Rækjuvinnslan er búinn að vera starfrækt í 40 ár í ár og reksturinn gengur bara mjög vel. Helstu markaðirnir sem þeir selja rækjuna til eru Bretland, Danmörk, Eystrasaltslöndin og líka hérna heima.
Björn telur að rækjuvinnslan hér sé með þeim fremstu í tækni hér á landi.